fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Anna starfar með vændiskonum: „Hér eru konur beittar ofbeldi, þær eru lamdar, skornar, sparkað í, nauðgað“

„Þetta er slagur við sterk og hættuleg öfl“

Auður Ösp
Laugardaginn 20. febrúar 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stundum þegar þær eru þreyttar missa þær út úr sér: „Æ, ég hata þetta…er ég enn að vinna við þetta…ég er orðin of gömul fyrir þetta…ég get ekki keppt við þessar stelpur lengur…” og við gerum allt til að grípa þær akkúrat þarna,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir í samtali við vefinn Sykur.is en hún vinnur í athvarfi fyrir vændiskonur í Kaupmannahöfn og segist aldrei verða ónæm fyrir þeim hrylling sem konurnar þurfa að ganga í gegnum dagsdaglega.

Anna Kristín lýsir meðal annars harðri lífsbaráttu kvennanna sem hún umgengst í athvarfinu. „Margar eiga börn heima, heima er svo afstætt hugtak, og vildu auðvitað allar taka peninga með heim. Sagan er nefnilega þannig hjá flestum: „Þær eru hér að vinna, við þrif, hárgreiðslu, barnapössun” til að afla tekna,“ segir hún og bætir við. „Í einu samtali spurði ég hvernig börnunum fyndist þeirra líf hér og þá svaraði hún: „Þetta er leyndarmál lífs míns, þau skulu aldrei fá að vita hvað ég er að gera. Það deyr með mér”.

Hún segir flestar vændiskonurnar koma frá Nígeríu og þær halda sig í litlum hópum. „Hóparnir stjórnast af hvenær þær komu til landsins, aldri, búsetu í Kaupmannahöfn, þeirra yfirmönnum/konum. Þegar við förum út á nóttinni og skoðum göturnar, og sjáum hverjar eru á ferðinni og hverjir aðrir eins og til dæmis dópsalar, þá sjáum við þær oft í litlum hópum líka. Sumar eiga vini sem hugsanlega eru þeim innan handar en eru ef til vill líka að selja sína vöru,“ segir hún og tekur fram það sé eina verndin sem konurnar fá.

Hún kveðst hafa sínar skoðanir á afglæpavæðingu vændis. „Mín skoðun er oftast að ef salan er lögleg en ekki kaupin þá fái konurnar frekar vernd og séu réttu megin varðandi lögin. En hér eru konur beittar ofbeldi, þær eru lamdar, skornar, sparkað í, nauðgað og svo mætti lengi telja og það er ekki eins og þær rölti til lögreglunnar að kæra. Þannig að hver er þá breytingin?“

„Stundum held ég næstum að það skipti engu hver lögin eru, það verða áfram glæpamenn sem stunda það að fjarlægja fólk og selja það, til vændis og annarra athafna,“ segir hún en hún kveðst efast um að lagasetning muni einhverju breyta, nema þá í sumum tilvikum. „Tl dæmis ef bæði væri ólöglegt að gera málin verri og hættulegri þar sem enginn væri með lögin með sér. Vegna þessa held ég að fræðslan skipti mestu máli.“

Viðtalið við Önnu má lesa í heild sinni á Sykur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á