Viðar Örn Kjartansson komst á blað fyrir lið Atromitos sem lék við Asteras Tripolis í Grikklandi í kvöld.
Viðar fékk var í byrjunarliði Atromitos og skoraði annað mark liðsins í 2-0 heimasigri.
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann lið Panaitolikos 1-0 á útivelli.
Fotis Ionnidis skoraði eina mark leiksins fyrir Panathinaikos sem er á toppnum með 34 stig eftir 12 leiki.
Panathinaikos virkar óstöðvandi í deildinni og er eina taplausa liðið með sex stiga forskot.
Guðmundur Þórarinsson lék þá með OFI Crete og fékk gult spjald er liðið steinlá gegn AEK.