Mikael Nikulásson er tekinn við þjálfun KFA sem leikur í 2. deild karla. Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.
Mikael er einn af sérfræðingum þáttarins en hann hefur ákveðið að stíga skrefið aftur út í þjálfun.
Mikael stýrði Njarðvík árið 2020 en var vikið úr starfi að loknu tímabili. Hann hafði á árum áður þjálfað ÍH með góðum árangri.
Mikael tekur við KFA sem endaði í 10 sæti 2 deildarinnar í sumar.
Knattspyrnufélag Austfjarða ætlar sér stærri hluti og ráðning félagsins á Mikael liður í því.
Mikael Nikulásson tekur yfir Austurlandið næsta sumar.
Nánar hér🔽🔽🔽https://t.co/QCdz172h76 pic.twitter.com/UyWBi0wwZr— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 9, 2022