fbpx
Föstudagur 14.febrúar 2025
Pressan

Morðið á Lindy Sue var óleyst í 46 ár – Ótrúleg DNA tækni notuð til að finna morðingjann

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Lindy Sue Biechler var óleyst í 46 ár. En með frumlegri DNA rannsókn hefur loksins tekist að hafa upp á morðingja hennar.

Lindy Sue Bicehler var 19 ára þegar frænka hennar fann hana í íbúð sinni í Lancaster County, Pensilvaniu,  í desember 1975.

Aðkoman var skelfileg.

Blóð út um allt

Lindy Sue hafði verið stungin 19 sinnum og lá á bakinu með hníf í hálsinum og viskustykki vafið um handfang hnífsins. Henni hafði einnig verið misþyrmt kynferðislega en áverkar og ummerki í íbúðinni sýndu að Lindy Sue hafði barist hraustlega gegn árásarmanni sínum.  Það var blóð út um alla íbúð.

Lindy Sue, sem var nýgift, hafði klárað vakt sína i blómabúð, sótt laun eiginmanns síns og farið að versla. Svo virtist sem hún hafi verið nýkomin inn þegar á hana var ráðist því innkaupapokar, fullir af mat, voru á borðstofuborðinu.

Lindy Sue var nýgift

Fjölskylda Lindy Sue var niðurbrotin en hvorki gekk né rak að finna morðingjann. Lögregla var fljót að hreinsa eiginmann og fjölskyldu Lindy Sue af öllum grun og yfir 100 manns voru yfirheyrði fyrstu fimm dagana eftir morðið. í heildina er talið að um 300 manns hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Allt sem talið gast til sönnunargagna var rannsakað og hverri ábendingu fylgt eftir en án árangurs.

Nýjar leiðir 

Árin liðu en Lindy Sue gleymdist ekki og árið 1997, þegar að lögregla var farin að nýta DNA rannsóknir, var sæði sem fannst í nærbuxum Sue sent til rannsóknar.

Þremur árum síðar var gagnabanki lögreglu, CODIS, komin i almenna notkun en DNA árásarmannsins var þar ekki að finna.

Myndir unnar úr DNA sýni

Árið 2019 tók lögregla höndum saman við þekkta stofnun sem sérhæfir sig í DNA rannsóknum. Parabon NanoLabs.  Með þeirra hjálp tókst að nota DNA sýnið til að byggja upp mynd af manninum og voru gerðar tvær teikningar, annars vegar af hvernig maðurinn gæti hafa litið út 25 ára og hins vegar 65 ára.

DNA frá Ítalíu

Unnt var að rekja DNA sýnið til Ítalíu, nánar tiltekið Gasperina,  2000 manna bæ á suðurhluta Ítalíu, Gasperina. Lögregla rannsakaði því gögn um innflytjendur frá Ítalíu í Lancaster County, en þar búa um 550 þúsund manns.

Lögregla hafði nú í höndunum DNA af brotamanninum, vitneskjuna um að hann væri karlmaður af  ítölskum uppruna svo og myndirnar sem unnar höfðu verið upp úr DNA sýninu.

Lukkupottur

Það komu því ekki margir til greina og fljótlega beindust augun að David Sinopoli. Hinn 68 ára gamli Sinopoli reyndist ennfremur hafa búið í sama fjölbýlishúsi og Lindy Sue árið 1975. Lögregla var viss um að Sinopoli væri morðinginn en að það væri allt að því útilokað að sanna það nema komast yfir DNA úr honum.

David Sinopoli

Lögregla hóf að elta Sinopoli í þeirri von um að ná sýni og datt fljótlega í lukkupottinn. Meðan Sinopoli beið eftir flugvél ásamt konu sinni fékk hann sér kaffibolla á flugvellinum. Lögregla var fljót til og náði kaffibollanum. Lífsýni af kaffibollanum reyndust passa við lífsýni úr sæðinu úr nærbuxum Lindy Sue.

Sinopoli var handtekinn í september síðastliðinn og bíður nú réttarhalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur þegar tvö börn frusu í hel

Harmleikur þegar tvö börn frusu í hel
Pressan
Í gær

Þjóðverjar efla her sinn – „Við lifum ekki lengur á friðartímum“

Þjóðverjar efla her sinn – „Við lifum ekki lengur á friðartímum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána

Áður varað við því að stór hluti repúblikana trúi ekki á stjórnarskrána
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina