Guti, fyrrum leikmaður Real Madrid, gagnrýnir framherja liðsins, Karim Benzema, og sakar hann um að vera að spara sig fyrir Heimsmeistaramótið með franska landsliðinu.
Benzema, sem hefur verið frábær undanfarið ár og vann Ballon d’Or á dögunum, hefur verið töluvert meiddur á tímabilinu og misst af átta leikjum Real Madrid.
Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, hefur sagt það statt og stöðugt að Frakkinn sé meiddur.
Guti virðist hins vegar ekki trúa því.
„Ég skil hann ekki. Messi er að spila með PSG, Lewandowski með Barcelona og svo margir aðrir eru að spila,“ segir fyrrum miðjumaðurinn.
„Þú verður að sætta þig við áhættuna á að meiðast. Þú getur ekki valdið liðinu þínu svona miklum vonbrigðum.“