fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Bergrún fékk einlæga afsökunarbeiðni frá eineltisgeranda – „Gátum spjallað aðeins saman og lokað gömlum sárum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, flutti á dögunum ræðu um verk Guðrúnar Helgadóttur, eins ástsælasta barnabókahöfundar þjóðarinnar. Í ræðunni, sem er áhrifamikil, lýsir Bergrún því hvernig sögur Guðrúnar voru henni mikill styrkur og skjól á tímabili þegar hún gekk í gegnum einelti.

Bergrún Íris Sævarsdóttir. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Í ræðunni lýsti hún eineltinu og aðdraganda þess þannig:

„Ég var ellefu ára þegar ný stelpa kom í bekkinn. Á nokkrum dögum tókst henni að snúa okkur vinkonunum upp á móti hver annarri. Þar sem áður var snúsnú og fótbolti var nú stríðni og baktal. Óöryggið jókst og ég tók stundum þátt í að stríða öðrum, því ég vildi ekki sjálf vera tekin fyrir. Það var svo einn dag að þessi stelpa bauð mér í heimsókn til sín. Bara mér. Ég var svo montin að vinsælasta stelpan í bekknum vildi hanga með mér svo ég hjólaði af stað, glöð í bragði. Örfáum mínútum eftir að ég mætti til hennar byrjaði hún að baktala hinar stelpurnar í bekknum. Hún sagði ógeðslega hluti sem ég tók undir, enda var ég skíthrædd um að styggja hana væri ég ekki sammála. Ég samsinnti því að ein væri með ljótt nef og önnur með asnalegan hlátur en svo sá ég hvernig bros færðist yfir andlit þessarar þykjustu-vinkonu minnar. Það virtist hlakka í henni. Ég man hvernig mér kólnaði að innan þegar ég áttaði mig á því sem hafði gerst. Þær voru þarna allar, stelpurnar sem við höfðum verið að baktala og lágu á hleri inni í næsta herbergi. Þetta hafði þá verið gildra, útpæld leið til að fá mig til að tala illa um þær, standa mig að verki og finna ástæðu til að útskúfa mér úr vinkonuhópnum. Við tók nokkurra mánaða einelti, eða þar til þær misstu áhugann og sú næsta lenti í hakkavélinni.“

Eftir að Bergrún deildi ræðunni á Facebook hafði einn gerandinn í eineltinu samband og baðst afsökunar. Var konan full eftirsjár og sorgar yfir því sem gerst hafði. Bergrún segir svo frá þessum samtali:

„Um daginn deildi ég þessari ræðu en í henni minntist ég m.a. á leiðinda eineltisatvik sem kom upp í æsku. Daginn eftir fékk ég fallega og einlæg afsökunarbeiðni frá einni stelpnanna í hópnum. Mér þótti virkilega vænt um skilaboðin og við gátum spjallað aðeins saman og lokað gömlum sárum. Í skilaboðunum skein í gegn eftirsjá og sorg yfir því að hafa ekki haft hugrekki til að standa upp gegn forystusauðnum. Í gegnum árin hefur atvikið leitað á hana enda vissi hún alltaf hversu rangt og ljótt þetta var … en hún hafði sjálf lent í þeirri sem stýrði för og vildi ekki styggja hana.“

Bergrún segist skilja konuna vel. Stundum sé auðveldast að fylgja fyrirmælum en innst inni vitum við alltaf hvað er rétt:

„Við vitum hvað er rétt.

Við finnum það í maganum, lungunum og hjartanu.

Skilaboðin þurfa bara að berast til heilans.

Við þurfum að segja stopp.“

Bergrún segir að það sé heilandi að gleyma sér í sögum Guðrúnar Helgadóttur, gleyma eigin vandamálum um stund, það sé hollt að setja líf sitt í samhengi við líf sögupersónanna.

Pisitilinn um eineltið og ræðuna um verk Guðrúnar Helgadóttur með lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lýst eftir My Ky Le

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli
Fókus
Fyrir 5 dögum

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024