Samuel Eto’o hefur mikla trú á Afríkuþjóðunum á komandi Heimsmeistaramóti í Katar.
Hinn 41 árs gamli Eto’o átti frábæran leikmannaferil og raðaði inn mörkum fyrir lið á borð við Barcelona og Inter.
Hann er í dag forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, en hann lék á sínum tíma 118 A-landsleiki fyrir hönd þjóðar sinnar.
Eto’o hefur gífurlega trú á sínum mönnum, sem og öðrum Afríkuþjóðum ef marka má ný ummæli hans.
„Kamerún mun vinna úrslitaleik HM gegn Marokkó,“ segir Eto’o.
HM hefst þann 20. nóvember næstkomandi og lýkur því tæpum mánuði síðar, þann 18. desember.
Kamerún er í riðli með Brasilíu, Serbíu og Sviss á mótinu.