Southampton leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Ralph Hasenhuttl var rekinn frá félaginu eftir helgi.
Hasenhuttl náði nokkuð góðum árangri með Southampton en eftir slæmt gengi í vetur var hann látinn fara.
Nathan Jones, stjóri Luton, hefur staðfest það að hann muni ræða við Southampton um að taka við félaginu.
Jones hefur fengið leyfi til að ræða við Southampton en hvort hann verði ráðinn kemur í ljós á næstu dögum.
,,Ég hef fengið leyfi til að ræða við þá og það fylgir því mikill heiður. Ég mun ræða við þá því þetta er stórkostlegt úrvalsdeildarfélag,“ sagði Jones.
,,Ég er líka að þjálfa frábært félag hér og því má ekki gleyma. Við bíðum og sjáum hvað gerist á næstu dögum.“