Á knattspyrnuleik einum bar það helst til tíðinda að þegar annað liðið skoraði fagnaði einn varamanna liðsins markinu. Þetta fór illa í einn mótherja sem sló hann með krepptum hnefa í höfuðið.
Einn var handtekinn í Hlíðahverfi eftir að hafa brotið rúðu í stofnun. Þetta var í þriðja sinn sem lögreglan hafði afskipti af viðkomandi þennan daginn, alltaf við sömu stofnunina. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur.
Tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á gangstétt í gær. Ökumennirnir hlutu minniháttar meiðsl.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 139 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst og hinn ók á 134 km/klst.