fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Fíkniefnasalar með rafvopn – Líkamsárás á knattspyrnuleik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, grunaðir um að sölu og dreifingu fíkniefna. Báðir voru þeir með rafvopn í fórum sínum ásamt fíkniefnum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á knattspyrnuleik einum bar það helst til tíðinda að þegar annað liðið skoraði fagnaði einn varamanna liðsins markinu. Þetta fór illa í einn mótherja sem sló hann með krepptum hnefa í höfuðið.

Einn var handtekinn í Hlíðahverfi eftir að hafa brotið rúðu í stofnun. Þetta var í þriðja sinn sem lögreglan hafði afskipti af viðkomandi þennan daginn, alltaf við sömu stofnunina. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur.

Tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á gangstétt í gær. Ökumennirnir hlutu minniháttar meiðsl.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 139 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst og hinn ók á 134 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað