Það verður Argentína sem fagnar sigri á HM 2022 í Katar ef spurt er tölvuleikjaframleiðandan EA Sports.
EA Sports er risi í tölvuleikjaheiminum og gefur árlega út leikinn FIFA sem er ótrúlega vinsæll.
EA Sports hefur spáð fyrir um réttan sigurvegara HM undanfarin þrjú mót sem er ansi góður árangur.
Þeir spáðu Spánverjum sigri 2010, Þýskalandi sigri 2014 og svo Frakklandi árið 2018.
Miðað við þetta þá eru góðar líkur á að Argentína verði heimsmeistari í desember.