Scott Parker, fyrrum leikmaður Chelsea og Tottenham, segir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafi gert rétt með að losa Pierre Emerick Aubameyang í byrjun árs.
Aubameyang fékk leyfi í janúar í byrjun árs að semja við Barcelona en gekk svo í raðir Chelsea í sumar.
Framherjinn spilaði með Chelsea í 1-0 tapi gegn Arsenal í gær og var á meðal verstu leikmanna vallarins í þeirri viðureign.
Það var Arteta sem vildi losna við Aubameyang úr búningsklefa Arsenal en það var ákvörðun sem margir voru ósammála á þeim tíma.
,,Mikel tók ákvörðun og hefur sannað að hún hafi verið sú rétta í stöðunni, hann er farinn og þeir hafa stigið upp,“ sagði Parker.
,,Þetta eru ákvarðanir sem knattspyrnustjórar þurfa að taka reglulega. Stundum gerirðu mistök en þú verður að treysta þinni tilfinningu.“
,,Þú verður að treysta því sem þú hefur upplifað og hverju þú trúir að sé best fyrir félagið og liðið. Það er án efa það sem Mikel gerði.“