Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki snúa aftur til starfa hjá FH eftir að hafa yfirgefið félagið í sumar.
Þetta staðfesti Davíð Þór Viðarsson, stjórnarformaður FH, á blaðamannafundi í kvöld.
Hann sagði félagið hafa verið í samtali við Eið undanfarið og aðilar væru sammála um þessa ákvörðun.
Eiður hefur verið orðaður við endurkomu en hann fékk frí frá félaginu til að vinna í sínum málum.
Heimir Guðjónsson er að taka við FH á ný og mun Sigurvin Ólafsson líklega vera hans hægri hönd.