Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið muni ekki bæta við sig neinum leikmanni í félagaskiptaglugganum sem opnar á ný í janúar.
City eyddi um 120 milljónum punda síðasta sumar í þá Erling Braut Haaland, Kalvin Phillips, Manuel Akanji og Sergio Gomez. Sá fyrstnefndi hefur raðað inn mörkunum fyrir Englandsmeistarana.
Lærisveinar Guardiola eru í hörku toppbaráttu. Liðið er tveimur stigum á eftir Arsenal.
„Við munum ekki kaupa neinn í janúar,“ segir Guardiola.
Spænski stjórinn treystir núverandi hópi greinilega fullkomlega til að vinna þriðja Englandsmeistaratitilinn í röð. Þá freistar liðið þess að vinna Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.
„Við erum mjög ánægð með hópinn sem er til staðar og hann verður eins.“