Ole Gunnar Solskjær er farinn að þjálfa aftur, ári eftir að hann var rekinn frá Manchester United.
Norðmaðurinn hefur ekkert þjálfað frá því hann yfirgaf United fyrir ári síðan. Hann var látinn fara frá Old Trafford eftir slæmt gengi í upphafi síðustu leiktíðar. Solskjær hafði verið við stjórnvölinn í tæp þrjú ár.
Nú er Solskjær farinn að þjálfa U-14 ára lið í Kristiansund, en sonur hans er í liðinu.
Hann er afar vinsæll og er sagður vera að búa til gott umhverfi.
Manchester United-goðsögnin Roy Keane heimsótti hann og liðið á dögunum.
Solskjær er sagður hafa hafnað nokkrum störfum í þjálfun frá því United lét hann fara. Hann er sagður vilja taka vandaða ákvörðun um næsta skref sitt á ferlinum.