fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Blatter viðurkennir að það séu mistök að halda HM í Katar – Ástæðan ekki sú sem flestir halda

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:30

Sepp Blatter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sepp Blatter, afar umdeildur fyrrum forseti FIFA, viðurkennir að það hafi verið mistök að leyfa Katar að halda Heimsmeistaramótið á þessu ári.

Blatter var við völd árið 2010 þegar ákveðið var að Katar fengi að halda mótið. Hann var alls við stjórnvölinn hjá FIFA í sautján ár og er talið að mikil spilling hafi átt sér stað innan sambandsins á þeim tíma.

„Á þessum tíma ákváðum við að Rússland fengi HM 2018 og Bandaríkin 2022. Það hefði verið merki um frið ef þessir andstæðingar til langs tíma héldu mótið hvert á eftir öðru,“ segir Blatter.

Ástæðan fyrir því að Blatter telur það hafa verið mistök að leyfa Katar að halda HM er þó ekki sú að talið sé að 6500 farandverkamenn hafa dáið við að byggja vellina sem hýsa mótið eða sú staðreynd að samkynhneigð er bönnuð í landinu.

„Þetta er of lítið land. Fótbolti og HM eru of stór fyrir það,“ segir Blatter.

HM í Katar hefst eftir tólf daga, þann 20. nóvember. Því lýkur svo með sjálfum úrslitaleiknum þann 18. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal