Unai Emery viðurkennir að hann hafi gert mistök hjá Arsenal sem varð til þess að hann fékk sparkið frá félaginu.
Emery tók við Arsenal árið 2018 en var þar í aðeins 18 mánuði áður en stjórn félagsins fékk nóg og lét hann fara.
Emery er í dag mættur aftur í ensku úrvalsdeildina og skrifaði á dögunum undir samning við Aston Villa.
Spánverjinn viðurkennir að hann hafi gert mistök á tíma sínum hjá Arsenal og ætlar að forðast sömu mistökin í sínu nýja starfi.
,,Ég er betur unidrbúinn að taka við nýrri áskorun í ensku úrvalsdeildinni. Ég er nú þegar með eins árs reynslu í deildinni,“ sagði Emery.
,,Fyrsta árið mitt hjá Arsenal var gott en það versnaði fljótt vegna hluta sem ég hefði getað áttað mig á og mun forðast í þessu starfi.“
,,Ég hef alltaf verið með það markmið að koma til baka sterkari og ég tel að ég hafi gert það hjá Villarreal sem varð til þess að ég fékk kallið frá Englandi.“