fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Ása Regins segir fólkið í Laugardal aldrei þakka fyrir: Sími Emils hætti að hringja – „Mögulega einhverjum sérstaklega útvöldum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjótin hafa svo sannarlega staðið að forystu Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga. Sambandið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að spila vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu. Sambandið samþykkti leikinn gegn því að fá væna summu greidda frá Sádum. Mannréttindabrot þar í landi eru af ýmsum toga og þykir mörgum það óeðlilegt að Ísland taki leik við slíka þjóð.

Eftir leikinn á sunnudag fékk Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins treyju frá búningastjóra liðsins fyrir að spila sinn 100 landsleik. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson fengu samskonar treyju á síðasta ári þegar þeir klukkuðu 100 leikina.

Meira:
Ólgusjór í Laugardal og spjótin beinast að þeim sem ráða – „Plís ekki hætta því gerum bara betur við ALLA“

Slík hefð hefur ekki skapast í kvennalandsliðinu og við það eru nokkrar landsliðskonur ósáttar. Dagný Brynjarsdóttir steig fram fyrir skjöldu og lét sambandið heyra það.

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur einnig gagnrýnt sambandið fyrir það hvernig staðið var að málum þegar hún hætti að leika með landsliðinu. Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar tekur undir þá gagnrýna.

Hún segir að aldrei á neinum tímapunkti hafi neinn frá sambandinu sett sig í samband við Emil til að tilkynna honum að landsliðsferli hans væri lokið eða að þakka honum fyrir vel unnin störf.

„Ég veit bara ekki til þess að nokkrum manni hafi nokkurn tímann verið þakkað fyrir störf sín fyrir Knattspyrnusamband Íslands,“ skrifar Ása María á samfélagsmiðlum í gær um málið.

„Mögulega einhverjum sérstaklega útvöldum, með fullri virðingu fyrir því góða fólki, en það eru sárafáir.

Emil var í 15 ár í A-landsliðinu en hefur á undanfarið ekki verið í hóp. Emil leikur með Virtus Verona á Ítalíu

„Hann var í landsliðinu frá u16 ára og þegar hann var 36 ára hætti hann að fá kallið. Um það bil 20 ára þjónusta fyrir KSÍ og svo hefur hreinlega ekki heyrst múkk frá sambandinu.“

„Ég veit að það eru talsvert erfiðari mál í gangi í samfélaginu og allt það en þetta þarf samt að laga. Íþróttir og landslið skipta máli fyrir land og þjóð og KSÍ er stærsta íþróttahreyfing landsins.“

Ása segir að sími Emils hafi hætt að hringja frá KSÍ líkt og Margrét Lára benti í.

„Emil og Margrét Lára Viðarsdóttir eiga saman tæplega 40 ára landsliðsferil að baki. Síminn hjá þeim (að minnsta kosti Emils sími) hætti að hringja í landsleikjaglugganum og engum hefur fundist tilefni til að heyra í þeim síðan. Að lokum þá væri einnig mjög faglegt að klúðra ekki fleirum 100 leikja treyjum KSÍ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta

Ætla að losa lykilmann til að ná í hinn eftirsótta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal

Sjáðu frábært aukaspyrnumark Bruno gegn Arsenal