Ástæðan er að te og kaffi innihalda litarefni sem límast við yfirborð bollanna og því líta þeir oft út fyrir að vera óhreinir.
En eftir því sem ungfrú Hinchs, sem er titluð sem hreinlætissérfræðingur, segir þá er ekki svo erfitt að þvo bollana og halda blettunum fjarri þeim. Hún segir að nota eigi töflur, sem eru notaðar til að hreinsa gervitennur, til að þrífa bollana.
Það á einfaldlega að fylla þá með heitu vatni og setja eina töflu í. Það hjálpi til við að fjarlægja blettina og geri þrifin á bollanum auðveldari.