Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Önnu Margréti Halldórsdóttur, yfirlækni á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, að embættinu hafi borist tilkynning um andlát konunnar. Einnig hafi borist upplýsingar frá Landspítalanum um tvo aðra einstaklinga sem létust af völdum sjúkdómsins, annar 2020 og hinn 2007.
Hún sagði að sjúkdómurinn sé príon sjúkdómur í flokki sjúkdóma sem nefnist „transmissible spongiform encephalopathy (TSE)“.
Hún sagði að hefðbundinn CJS tengist ekki kúariðu eins og afbrigði hans, CJD.
Hún sagði að CSJ sé mjög sjaldgæfur en nýgengi hans er talið vera 0,5 til 1,5 á hverja eina milljón einstaklinga á ári. Flest tilfellin koma tilviljanakennt upp án þess að vitað sé hver smitleiðin er. Einnig er til sjaldgæft arfgengt form af sjúkdómnum.
Sjúkdómurinn er ólæknandi en hann veldur hraðvaxandi heilabilun og dregur sjúklinga til dauða á skömmum tíma.