Norsku mannréttindasamtökin Iran Human Rights skýra frá þessu að sögn VG. Segja samtökin að maðurinn hafi veitt mótspyrnu þegar fangaverðir sóttu hann í klefa hans til að færa hann til aftöku. Þegar hann áttaði sig á að hans hinsta stund var runnin upp veitti hann þeim mótspyrnu.
Til átaka kom og fékk hann meðal annars högg á hnakkann sem varð honum að bana. Samt sem áður ákváðu fangaverðirnir að hengja hann til að leyna því að hann hefði verið drepinn í fangaklefanum.
Maðurinn lætur þrjú börn eftir sig en þau fengu ekki að heimsækja hann síðustu árin.
Írönsk yfirvöld hafa ekki staðfest þetta.