Rússnesk herflugvél sem var skotin niður í upphafi stríðsins í Úkraínu. Mynd:EPA
Það er mat breska varnarmálaráðuneytisins að Rússar hafi misst 278 flugvélar frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Þetta eru tvöfalt fleiri flugvélar en Sovétríkin misstu í stríðinu í Afganista frá 1979 til 1989.
Segir ráðuneytið að Rússar missi flugvélar hraðar en þeir geti framleitt þær. Einnig glími þeir við þann vanda að þeir hafi misst marga reynda flugmenn og að það tekur tíma að þjálfa nýja flugmenn til að taka við af þeim.