Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea og PSG, viðurkennir að hann myndi íhuga það að taka við landsliði.
Tuchel var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu tímabili en hann vann Meistaradeildina með liðinu á stuttum tíma.
Hann náði einnig góðum árangri hjá Borussia Dortmund og PSG en er án starfs þessa stundina.
Þjóðverjinn útilokar ekki að taka við landsliði á næstu mánuðum en segir að verkefnið þurfi að vera ansi heillandi.
,,Já, af hverju ekki? Ég myndi íhuga það, ég myndi gera það. Ég hef ekki hugsað of mikið út í það fyrr en núna,“ sagði Tuchel.
,,Ég myndi bara íhuga það ef starfið væri rétt og að liðið væri rétt og ætti möguleika á að vinna HM eða EM.“