Gabriel, varnarmaður Arsenal, var hetja liðsins í gær sem spilaði gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Gabriel skoraði eina mark leiksins fyrir topplið Arsenal og var ekki lengi að tjá sig á Twitter eftir leik.
Þar skaut varnarmaðurinn á Pierre-Emerick Aubameyang, leikmann Chelsea, og fyrrum fyrirliða Arsenal.
,,Þetta er ekkert persónulegt,“ sagði Aubameyang í auglýsingum í sjónvarpi fyrir upphafsflautið en hann var á sínum tíma í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins.
Gabriel svaraði á sama hátt og bætti því við að London væri rauð eftir sigur Arsenal.
Tíst hans má sjá hér fyrir neðan.
NOTHING PERSONAL .. LONDON IS RED ❤️
— Gabriel Magalhaes (@biel_m04) November 6, 2022