Stuðningsmenn skoska félagsins Rangers eru alveg að fá nóg af gengi liðsins eftir frammistöðuna á tímabilinu.
Rangers gat ekkert í Evrópukeppni og er úr leik og er þá sjö stigum á eftir toppliði Celtic í deildinni eftir 13 leiki.
Rangers tapaði óvænt 2-1 gegn St. Johnstone í deild í gær og eftir leik voru margir sem létu í sér heyra.
James Tavernier, fyrirliði Rangers, fékk að heyra það eftir lokaflautið er hann gerði sér leið að rútu félagsins eins og aðrir leikmenn.
Einn blóðheitur stuðningsmaður Rangers öskraði svoleiðis á Tavernier sem gat ekki annað gert en að hlusta.
Rangers er sigursælasta lið Skotlands en gengið á tímabilinu hefur ekki verið ásættanlegt.
Rangers fans confront Tavernier pic.twitter.com/F7hm78IOJ5
— Fitba Patter (@FitbaPatter) November 6, 2022
Closer up video of James Tavernier being confronted by the Rangers support today in Perth pic.twitter.com/nPZp6V4xxp
— Scottish Football Away Days (@days_scottish) November 6, 2022