Philippe Coutinho, leikmaður Aston Villa, verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum fyrir HM í Katar.
Þetta staðfesti Unai Emery, stjóri Villa, á blaðamannafundi eftir sigur liðsins á Manchester United í ensku deildinni.
Coutinho er þrítugur að aldri en hann var ekki hluti af leikmannahópi Villa sem fékk Man Utd í heimsókn.
Emery staðfesti það að Coutinho væri að glíma við meiðsli og veit ekki hversu lengi hann verður frá.
Það er þó staðfest að Coutinho spili ekki áður en enska deildin fer í frí og eru góðar líkur á að hann verði ekki til taks fyrir brasilíska landsliðið.
Brasilía spilar á HM í Katar síðar í þessum mánuði en hvort Coutinho hefði verið valinn jafnvel heill er ekki víst.