Sparkspekingurinn Richard Keys er búinn að fá nóg af hegðun Mikel Arteta, stjóra Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Keys tjáði sig í gær yfir leik Arsenal og Chelsea í ensku deildinni þar sem það fyrrnefnda hafði betur, 1-0.
Arteta lætur oft mikið fyrir sér fara á hliðarlínunni og er ekki á svokölluðu ‘tæknilegu svæði’ á meðan leik stendur.
Keys bendir á þetta á Twitter þar sem má sjá Arteta utan eigin svæðis en Graham Potter, stjóri Chelsea, er á réttum stað.
Keys biður enska knattspyrnusambandið um að gera eitthvað í hegðun Arteta sem er augljóslega mjög ástríðufullur og á erfitt með að höndla eigin tilfinningar.
Keys hefur áður tjáð sig um svipað mál en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Why is this allowed every week @FA_PGMOL ? Arteta has been jumping up & down all game – way outside his technical area. Potter is in his & 4th is watching. Do something about this man. pic.twitter.com/ofUuAKSD3j
— Richard Keys (@richardajkeys) November 6, 2022