Liverpool er komið í baráttuna við Barcelona, Real Madrid og Juventus um undirskrift Youssoufa Moukoko, ef marka má heimildir spænska fjölmiðilsins Sport.
Moukoko er aðeins sautján ára gamall en þykir gríðarlegt efni. Hann er á mála hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund.
Þrátt fyrir ungan aldur er hann farinn að spila reglulega með aðalliði Dortmund.
Á þessari leiktíð hefur Moukoko skorað sex mörk og lagt upp fjögur í efstu deild Þýskalands.
Moukoko, sem spilar fyrir U-21 árs landslið Þýskalands, gekk í raðir Dortmund aðeins tólf ára og kom inn í akademíu félagsins. Hann var kallaður upp í aðalliðið áður en hann varð sextán ára gamall.
Samningur sóknarmannsins rennur hins vegar út næsta sumar. Dortmund þarf að flýta sér að semja við hann næsta sumar, ætli félagið sér ekki að missa hann frítt til einhverra af ofangreindum félögum.