Rétt í þessu var dregið í umspilsumferðina um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liðin sem höfnuðu í þriðja sæti riðla sinna í Meistaradeild Evrópu og öðru sæti riðla sinna í Evrópudeildinni mætast í þessari umferð.
Stærstu tíðindi dráttarins eru þau að Barcelona mætir Manchester United.
Leikirnir
Barcelona – Manchester United
Juventus – Nantes
Sporting – Midtjylland
Shakhtar – Rennes
Ajax – Union Berlin
Leverkusen – Monaco
Sevilla – PSV
Salzburg – Roma
Sigurvegarar þessara einvíga fara í 16-liða úrslitin, ásamt þeim liðum sem unnu riðla sína í Evrópudeildinni.
Leikirnir fara fram þann 16. og 23. febrúar í byrjun næsta árs.