fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Annie Mist er komin með nóg – „Þessi spurning er ÓVIÐEIGANDI“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:05

Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er komin með nóg af því að vera kurteis og reyna að láta fólki líða betur eftir að það spyr hana óviðeigandi spurninga.

Annie Mist er með aðskilda kviðvöðva eftir meðgöngu, en ástandið er betur þekkt sem diastasis recti, sem getur átt sér stað á meðgöngu þegar bil myndast milli kviðvöðvanna. Hún hefur verið opin um óöryggið sem hún hefur fundið fyrir vegna þessa.

Vegna kviðbilsins stendur stundum magi hennar út og virðist fólk leyfa sér ítrekað að spyrja hana hvort hún sé ófrísk.

Hún segir frá þessu í færslu á Instagram og segir að þetta gerðist síðast þegar hún var á leið heim eftir að hafa keppt á Rogue Invitational mótinu í Texas í lok október. Hún lenti í öðru sæti.

„Ég var á flugvellinum á leið heim eftir Rogue og leið frekar vel […] Ég fann það sem ég þurfti [í fríhöfninni] og fór á kassann, konan sem vann þar benti á magann á mér og spurði: „Áttu von á öðru barni?““ segir CrossFit-stjarnan og heldur áfram:

„Mér hefur ekki liðið eins vel með líkama minn og núna síðan ég átti Freyju, það eru liðin tvö ár.“

Annie segir að hún hafi svarað spurningunni neitandi en síðan liðið illa fyrir hönd konunnar.

„Ég sagði að ég væri með aðskilda kviðvöðva þannig að maginn minn stendur stundum út,“ segir hún.

Nokkur tár runnu niður vangann

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Annie fékk þessa spurningu. „Ég fékk þessa spurningu þrisvar sinnum fyrsta árið eftir að ég átti Freyju. Og í hvert skipti þá reyndi ég að hugsa ekki um það, meðvituð um að ég væri enn að jafna mig,“ segir hún.

„Í fjórða skiptið var ég á Spáni og var í bikiníi á svölunum okkar (þetta var eftir heimsleikana árið 2021) og kona spurði mig hversu langt gengin ég væri.“

Annie viðurkennir að henni hefði sárnað spurningin. „Ég var fljót að hylja mig og settist niður með Freyju,“ segir hún og bætir við að nokkur tár hefðu runnið niður vanga hennar.

En frekar en að láta orð konunnar hafa áhrif ákvað íþróttakonan að klæða sig úr bolnum og fara stolt í sundlaugina með dóttur sinni.

„Í hvert skipti sem fólk spyr mig [hvort ég sé ólétt] reyni ég að svara svo því líði ekki illa og afsaka þetta því það er „mér að kenna“ að því þyki það þurfa að spyrja. En nú er nóg komið. Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að láta fólki líða betur eftir að hafa spurt mig að þessu, því þessi spurning er ÓVIÐEIGANDI. Hún særir mig og særir kannski aðrar, sem eru jafnvel lengur að jafna sig. Hættum að spyrja konur hvort þær séu óléttar, leyfum þeim að segja okkur það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss