Það vakti nokkra athygli í gær að Cristiano Ronaldo var fyrirliði Manchester United er liðið tapaði á útivelli gegn Aston Villa.
Ronaldo hefur verið á milli tannana á fólki eftir að hafa neitað að spila gegn Tottenham á dögunum og var hann svo í kjölfarið settur út úr hóp hjá Erik ten Hag.
Ten Hag var spurður út í málið eftir leik og útskýrði að Ronaldo hefði verið fjórði kostur í bandið.
„Harry Maguire er á bekknum en hann er okkar fyrirliði,“ sagði Ten Hag og Bruno Fernandes var í banni.
„Svo er De Gea mikill leiðtogi en hann er í markinu og er langt frá því sem er að gerast á vellinum.“
„Casemiro er leiðtogi en hann talar ekki nógu góða ensku. Þess vegna fór bandið á Ronaldo sem er leiðtogi.“