fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Ólgusjór í Laugardal og spjótin beinast að þeim sem ráða – „Plís ekki hætta því gerum bara betur við ALLA“

433
Mánudaginn 7. nóvember 2022 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast í þjóðfélaginu eftir að landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir vakti athygli á mismunun innan KSÍ í gær. Dagný birti þá mynd af Aroni Einari Gunnarssyni sem heiðraður var fyrir 100 landsleiki í gær.

KSÍ var þá með tilbúna treyju beint eftir leik þar sem Aron lék sinn 100 landsleik gegn Sádí Arabíu.

Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson voru einnig heiðraðir á síðasta ári fyrir 100 landsleikina sína. Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir léku sína 100 landsleiki í ár en ekkert hefur komið frá KSÍ.

Dagný vakti athygli á þessu í gær eftir að Aron Einar var heiðraður og fékk mikil viðbrögð. Margrét Lára Viðarsdóttir sem er í hópi bestu knattspyrnukvenna í sögu Íslands hefur nú lagt orð í belg.

„Í ljósi umræðu um ,,litlu hlutina”. Ég spilaði minn síðasta landsleik 08.09.2019 eftir frekar farsælan landsliðsferil. Spilaði með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, semsagt 18 ár!!!! Ég hef ALDREI verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir mig. Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur??,“ skrifar Margrét Lára um málið.

Málið vekur sérstaka athygli nú þegar þrír valdamestu einstaklingar KSÍ eru konur, Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður, Klara Bjartmarz er framkvæmdarstjóri og Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður. Voru þær allar í starfi þegar Glódís og Dagný léku sína 100 landsleiki.

Margrét segir í góðu lagi að strákarnir sé heiðraðir en vill sjá KSÍ gera betur. „Frábært að strákarnir fái sæmandi viðurkenningar, plís ekki hætta því gerum bara betur við ALLA!! Takk Dagný Brynjarsdóttir fyrir að vekja athygli á þessu.“

„Það versta er að þetta á við um fleiri leikmenn bæði karla og konur sem eiga um eða yfir 100 landsleiki!! Momentið mitt er löngu farið en viljiði plís passa þetta í framtíðinni fyrir okkar glæsilega knattspyrnufólk,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingur fær hvorki að spila á Íslandi né í Færeyjum – Kaupmannahöfn kemur til greina

Víkingur fær hvorki að spila á Íslandi né í Færeyjum – Kaupmannahöfn kemur til greina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir menn til í að færa fórnir – „Hvað sem þetta rusl heitir niðri í bæ“

Kristján Óli segir menn til í að færa fórnir – „Hvað sem þetta rusl heitir niðri í bæ“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Áhugavert svar Amorim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn leikmaður United fær það óþvegið eftir gærdaginn

Einn leikmaður United fær það óþvegið eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Amorim er fluttur út
433Sport
Í gær

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“
433Sport
Í gær

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur