Búið var að pakka efnunum í stórar einingar.
Sky News segir að lögreglan hafi fundið efnin þegar hún gerði húsleit á mörgum stöðum víða um landið. Níu karlar og ellefu konur voru handtekin vegna málsins. Fólkið er á aldrinum 20 til 59 ára.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að 1,1 milljón plantna hafi þurft til að ræka þetta magn.
Lögreglan segir að efnin hafi verið þurrkuð á Spáni, pakkað og send á spænska markaðinn og til Sviss, Hollands, Þýskalands og Belgíu.