Í kjölfarið voru hinn handtekni og hundurinn hans fluttir á lögreglustöð. Því næst var húsleit gerð heima hjá hinum handtekna. Þar fannst lítilræði af meintum fíkniefnum.
Á ellefta tímanum hafði lögreglan afskipti af tveimur aðilum sem eru grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna. Hald var lagt á meint fíkniefni.
Í Bústaðahverfi var tilkynnt um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt. Bæði meintur gerandi og árásarþoli voru á vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Málið unnið með hefðbundnum hætti.