Nökkvi Þeyr Þórisson átti stórleik fyrir Beerschot í Belgíu í dag sem spilaði við Lommel og vann 3-1 sigur.
Þessi lið leika í B-deildinni í Belgíu en Nökkvi bæði skoraði og lagði upp í góðum útisigri Beerschot.
Beerschot er í fimmta sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir toppliði Beveren.
Willum Þór Willumsson var hetja G.A Eagles í Hollandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Twenter.
Willum var ískaldur á vítapunktinum á 92. mínútu og tókst að tryggja gestaliðinu eitt stig.
Í Danmörku fengum við einnig íslenskt mark er Stefán Teitur Þórðarson skoraði í 2-1 sigri á AaB.