Kieran Trippier, leikmaður Newcastle, hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum á sínum ferli.
Trippier á að baki leiki fyrir lið eins og Tottenham og Atletico Madrid en er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður Newcastle.
Trippier var beðinn um að nefna besta samherja sinn á ferlinum en svar hans kom mörgum á óvart.
Antoine Griezmann og Harry Kane eru á meðal leikmann sem Trippier hefur spilað með en hann er einnig landsliðsmaður Englands.
Mousa Dembele er þó besti samherji á ferli Trippier en hann lék með Tottenham frá 2012 til 2019.
,,Besti leikmaður sem ég hef spilað með verður að vera Mousa Dembele, hann er á toppi listans,“ sagði Trippier.
,,Þessi maður var töframaður með boltann. Ég hef aldrei séð leikmann eins og hann svo ég verð að nefna hann.“