Það er enn möguleiki fyrir Martin Dubravka að koma ferli sínum hjá Newcastle aftur af stað eftir að hafa gengið í raðir Manchester United í sumar.
Dubravka á að baki 115 deildarleiki fyrir Newcastle en gerði lánssamning við Man Utd í sumar og vonaðist eftir því að keppa við David de Gea um byrjunarliðssæti.
Hingað til hefur lítið gengið upp í þeim málum en Dubravka er fastur á bekknum og fær engin tækifæri.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er ekki búinn að gefast upp á Dubravka og er opinn fyrir því að vinna með honum á ný.
,,Auðvitað eru dyrnar enn opnar. Þetta snýst mikið um hvað Martin vill,“ sagði Howe við blaðamenn.
,,Við tökum á því þegar að því kemur, það er erfitt fyrir mig að tjá mig því ég veit ekki hvað á sér stað í öðru félagi.“
,,Það eina sem ég get sagt er að ég elska drenginn sem Martin er, hann var frábær fyrir okkur á síðasta ári. Hann er magnaður markmaður og ég mun ræða við hann á réttum tíma.“