Sádi-Arabía 1 – 0 Ísland
1-0 Saud Abdulhamid(’25)
Ísland tapaði gegn Sádí Arabíu í vináttuleik sem fór fram erlendis í hádeginu í dag.
Eitt mark var skorað í þessum umdeilda vináttuleik en Saud Abdulhamid gerði það fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.
Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum og skrifast markið á klaufalegan varnarleik.
Fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður hjá íslenska liðinu sem kostaði að lokum betri úrslit.
Næsti leikur Íslands er á föstudag er við spilum gegn Suður-Kóreu í öðrum vináttuleik.