Chelsea 0 – 1 Arsenal
0-1 Gabriel(’63)
Arsenal vann gríðarlega sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Chelsea á útivelli.
Aðeins eitt mark var skorað í nokkuð bragðdaufum leik en Gabriel gerði það fyrir gestina í síðari hálfleik.
Gabriel er ekki þekktastur fyrir sína markaskorun en hann kom boltanum í netið á 63. mínútu til að tryggja sigur.
Arsenal er nú með tveggja stiga forskot á toppnum á ný en Chelsea er 13 stigum frá toppsætinu eftir 13 umferðir.