Það voru margir vonsviknir í gær er leikur Crawley Town og Accrington Stanley fór fram í enska bikarnum.
Crawley hefur unnið sér inn marga aðdáendur undanfarið eftir að félagið ákvað að gefa manni að nafni Tobi Brown tækifæri að æfa með félaginu.
Vonast var eftir að Brown myndi spila leikinn í gær gegn Accrington sem tapaðist að lokum 4-1.
Brown er þekkt YouTube stjarna og er best þekktur undir nafnirnu ‘TBJZL’ en hann hefur lengi stundað fótbolta sem áhugamál.
Yfir 4,7 miljónir fylgja þessum ágæta dreng á YouTube en hann fór á reynslu hjá Crawley fyrr í þessari viku.
Því miður fyrir marga þá var Brown ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og er óvíst hvort hann fái að spila leik með aðalliðinu.