Það er víst nokkuð algengt að knattspyrnumenn verði fyrir meiðslum í svefnherberginu er þeir reyna ýmsa hluti ásamt eiginkonum sínum eða kærustum.
Þetta kemur fram í grein The Sun sem hafði samband við lækni sem hefur þurft að framkvæma ýmsar aðgerðir á leikmönnum í efstu deild.
Læknirinn talar sérstaklega um eina ónefnda stjörnu ensku deildarinnar sem meiddist á mjög óvenjulegan hátt og var sendur til hans af hálfu félagisins.
,,Ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar var sendur til mín eftir beiðni félagsins,“ sagði læknirinn sem ber nafnið Aali Sheen.
,,Hann var með verulega verki í náranum og tjáði mér að hann hefði stundað gróft kynlíf með betri helmingnum.“
,,Hann útskýrði mál sitt mjög vel og ítarlega og sýndi mér í hvaða stellingu þau höfðu stundað kynlífið. Þessi stelling var óvenjuleg en hjálpsöm.“
,,Ég náði að framkvæma aðgerðina og hann var orðinn heill eftir fjórar vikur.“