Kevin de Bruyne hefði náð enn lengra á ferlinum ef hann væri leikmaður Liverpool frekar en leikmaður Manchester City.
Þetta segir Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, sem velur De Bruyne sem sinn drauma samherja.
Van Dijk myndi velja De Bruyne frekar en alla aðra leikmenn ef hann fengi að kaupa einn aðila til Liverpool sem hefur lengi verið helsti keppinautur Man City í toppbaráttunni á Englandi.
,,Þetta er einhver sem ég hef aldrei spilað með en ég myndi elska að fá Kevin de Bruyne til Liverpool,“ sagði Van Dijk.
,,Hann er ótrúlegur. Ef hann væri hjá Liverpool þá hefði hann náð enn frekari árangri en hann hefur gert. Hann er magnaður, hann er góður á boltanum, pressar hátt og skorar nóg af mörkum.“
,,Hann er með allt sem nútíma fótboltamaður þarf að hafa og í raun fótboltamaður í heild sinni.“