Memphis Depay, leikmaður Barcelona, þurfti að tjá sig opinberlega eftir að neikvæðar sögusagnir fóru af stað um hans ástand.
Talað var um að Memphis væri að taka sér meiri tíma í að vera ‘meiddur’ en þörf væri á en hann þvertekur fyrir þær sögusagnir.
Memphis hefur lítið spilað á þessu tímabili og er aðeins með þrjá leiki í öllum keppnum og skorað þar eitt mark.
Margir vildu meina að Memphis væri búinn að jafna sig af meiðslum en væri að spara sig fyrir HM sem fer fram í Katar síðar í þessum mánuði.
Memphis er mikilvægur leikmaður fyrir hollenska landsliðið en tveir deildarleikir eru eftir í La Liga áður en HM hléð fer í gang.
,,Ég er að heyra móðgandi orðróma um að ég sé að reyna að halda mér meiddum,“ sagði Memphis.
,,Það er auðvelt að deila hlutum án þess að vita staðreyndirnar sem endar á því að skapa neikvæða umræðu í kringum mitt nafn. Aldrei efast um mína fagmennsku.“