Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, myndi aldrei komast í liðið í dag að sögn varnarmannsins Virgil van Dijk.
Van Dijk ræddi við Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United, og samherja Carragher í enska landsliðinu.
Carragher var ekki þekktastur fyrir góða boltatækni, eitthvað sem leikmenn Liverpool þurfa á að halda í dag.
Van Dijk telur að Carragher væri ekki að spila með Liverpool ef hann væri leikmaður í dag, eitthvað sem Neville gat ekki annað en tekið undir.
,,Ekki einu sinni í leikmannahópnum, hann væri ekki einn af þessum 20. Hann væri í stúkunni,“ sagði Van Dijk.
Hollendingurinn tók þó fram að Carragher væri mjög baráttumikill og með góðan anda en tæknilega væri hann einfaldlega ekki nógu öflugur.