Maður að nafni Ben Leonard birti ansi skemmtilega Twitter færslu í gær sem tengdist knattspyrnustjóranum Neil Warnock.
Warnock er nafn sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann stýrði síðast Middlesbrough í fyrra.
Warnock hefur einnig starfað hjá liðum eins og Sheffield United, Crystal Palace, Leeds og Cardiff.
Leonard var í golfi er hann sá tvífara Warnock sem ákvað að svara sjálfur á samskiptamiðlinum Twitter.
Leonard spyr þar Warnock hvort hann sé staddur á golfvellinum í Hornsea og svaraði stjórinn neitandi en á skemmtilegan hátt.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.
No, but now I think I am! 🤣 https://t.co/ghPpl4rwFj
— Neil Warnock (@warnockofficial) October 29, 2022