Goðsögnin Gerard Pique er að leggja skóna á hilluna og mun leika sinn síðasta leik fyrir liðið um helgina.
Pique hefur átt mjög farsælan feril sem leikmaður en er orðinn 35 ára gamall og kominn á seinni árin í boltanum.
Pique hefur verið í varahlutverki á tímabilinu og mun kveðja í leik gegn Almeria um helgina.
Spánverjinn kom til Barcelona frá Manchester United árið 2008 en hann er þó uppalinn hjá því fyrrnefnda.
Alls lék Pique 396 deildarleiki fyrir Barcelona og skoraði 29 mörk og þá 102 landsleiki fyrir Spán.
Samkvæmt El Larguero á Spáni þá skuldar Barcelona leikmanninum 30 milljónir evra en félagið er í verulegum fjárhagsvandræðum.
Í sömu grein er greint frá því að Pique ætli að fella niður þessa skuld og segja skilið við uppeldisfélagið á góðum nótum.
Pique hefur lengi verið einn launahæsti leikmaður Börsunga og samþykkti fyrr á þessu ári að taka á sig launalækkun vegna ástandsins.
Þetta er ákvörðun sem hjálpar Barcelona verulega en liðið hefur lengi reynt að losna við launahæstu leikmennina af launaskrá en án árangurs.