Áhrifavaldurinn og fatahönnuðurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir og Valgeir Gunnlaugsson, eða Valli flatbaka eins og hann er kallaður, eru að stinga saman nefjum. Frá þessu greinir Smartland.
Camilla rekur Camy Collections og skildi við fyrrverandi eiginmann sinn Rafn Hlíðkvist Björgvinsson fyrr á þessu ári en þau eiga saman tvö börn.
Valli er eigandi Íslensku flatbökunnar og opnaði nýlega veitingastaðinn Indican í Hagamel.