Jessica birti myndband á miðlinum í samstarfi við Potterybarn Kids þar sem hún sýndi frá herbergi dóttur sinnar, Birdie.
„Eitthvað er ekki í lagi hérna,“ segir einn netverji.
„Hvað gerðist fyrir andlitið hennar? Hún getur varla talað,“ segir annar.
„Er í lagi með hana?“ spyr áhyggjufullur fylgjandi.
Það eru mörg hundruð athugasemdir til viðbótar þar sem aðdáendur lýsa yfir áhyggjum af heilsu hennar. Horfðu á myndbandið hér að neðan.
View this post on Instagram
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndband af söngkonunni veldur aðdáendum áhyggjum. Í apríl birti hún myndband sem vakti gífurlega athygli og þótti netverjum hegðun hennar „sérkennileg.“
Hún var sögð vera „öll á iði“ og „tala óskýrt“ og virtist gjóta augunum reglulega að handriti.