Arsenal vann sinn riðil í Evrópudeildinni eftir leik við svissnenska félagið Zurich á heimavelli í kvöld.
Kieran Tierney sá um að tryggja Arsenal sigurinn en hann gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum.
Arsenal er því komið í 16-liða úrslitin og endar í efsta sætinu með 15 stig, tveimur stigum á undan PSV.
PSV hafnar í öðru sæti og vann lið Bodo/Glimt með tveimur mörkum gegn engu.
Alfons Sampsted leikur með Bodo/Glimt og skoraði sjálfsmark í kvöld er liðið tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni.
Arsenal 1 – 0 Zurich
1-0 Kieran Tierney(’17)
Bodo-Glimt 0 – 2 PSV
0-1 Alfons Sampsted(’36, sjálfsmark)
0-2 Johan Bakayoko(’52 )