fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur segir að það muni misbjóða réttlætiskennd almennings ef Shpetim gengur laus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 18:41

Shpetim (t.v.) og Angjelin. Samsett mynd. Myndir: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að Albaninn Shpetim Qerimi sitji í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur er fallinn í máli hans, en þó ekki lengur en til 31. janúar 2023.

Shpetim er einn fjórmenninganna sem fyrir skömmu fengu langa fangelsisdóma vegna morðsins í Rauðagerði í janúar 2021. Shpetim fékk 14 ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um morðið ásamt hinum þremur og aðstoðað.

Shpetim hefur sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef Hæstiréttur samþykkir að taka mál hans fyrir verða örlög hans ljós þegar dómur Hæstaréttar fellur. Hann kærði gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og vildi ganga laus fram að dómsuppkvaðningu. Shpetim, rétt eins og tveir aðrir sakborningar í málinu, var sýknaður í héraðsdómi. Þar var Angjelin einn sakfelldur fyrir morðið. Landsréttur sneri þeim dómi við.

Sem fyrr segir hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn, meðal annars á þeim forsendum að það muni misbjóða rétttlætiskennd almennings ef Shpetim gengur laus þar sem hann sé sakfelldur fyrir mjög alvarlegan glæp.

Úrskurðir Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra