Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er ekki aðdáandi æfingaleikja og vill sjá alvöru keppni er liðið spilar við Real Betis og Cadiz í desember.
Man Utd mun ferðast til Spánar í æfingaferð þegar HM í Katar fer fram og hlé verður gert á helstu deildum Evrópu.
Margar stjörnur Man Utd munu ferðast til Katar með sínum landsliðum en þeir sem verða eftir munu ferðast til Spánar og undirbúa sig fyrir jólatörnina.
,,Þetta verður mikil keppni. Það er það sem mér líkar við,“ sagði Ten Hag í samtali við vefsíðu Man Utd.
,,Ég er ekki hrifinn af vináttuleikjum. Þú þarft erfiða leiki til að vera tilbúinn er tímabilið fer aftur af stað og við erum að undirbúa það.“
,,Það er alltaf gott að komast í smá sól og þess vegna völdum við þetta svæði á Spáni.“